TILKYNNA UM UPPgÖTVUN/NÝJUNG


Meðfylgjandi eyðublað er ætlað starfsmönnum háskóla og rannsóknastofnana sem vilja tilkynna um uppfinningu/nýjung í tengslum við niðurstöður rannsókna sinna. Með því að senda inn eyðublaðið veitir þú Auðnu og viðkomandi háskóla/stofnun ítarlegar upplýsingar um uppfinninguna/nýjungina þína.


Mikilvægt er að tilkynna háskóla/stofnun sem starfsmaður vinnur hjá ef vísbendingar eru um að verkefni geti leitt til uppfinningar sem ástæða er til að verja með einkaleyfi. 


Einnig er mikilvægt að tilkynna um nýsköpunartækifæri sem byggir á rannsóknaniðurstöðum sem hafa og/eða verða áfram unnar með aðstöðu, tækjum og fjármunum háskólans/stofnunarinnar.


Í eyðublaðinu er mikilvægt að lýsa á hnitmiðaðan hátt uppfinningunni/nýjunginni, mögulegu notagildi hennar, hverjir standa að henni, hvaða upplýsingar hafa birst um hana opinberlega, styrki sem fengist hafa til verkefnisins, ásamt stöðu verkefnisins sem leiddi af sér uppfinninguna/nýjungina.


Upplýsingarnar verða nýttar til að kanna mögulegt einkaleyfishæfi, hagnýtingarmöguleika og aðra þætti sem geta leitt af sér fjárhagslega eða samfélagslega verðmætasköpun.


Tilkynningin mun berast starfsmönnum Auðnu og tengilið viðkomandi háskóla/stofnun. Hún verður meðhöndluð sem trúnaðarmál.


TILKYNNA

Tilkynning þessi er í samræmi við 5. gr. laga nr. 72/2004 um uppfinningu starfsmanna, sem kveður á um skyldu starfsmanna til að tilkynna vinnuveitanda um uppfinningar tengdar starfi þeirra (og starfsreglur Hugverkanefndar Háskóla Íslands og Landspítala frá 7. febrúar 2013, með síðari breytingum).

ErTU MEÐ SPURNINGAR?

Hafðu samband við okkur hjá Auðnu og við leiðbeinum þér áfram í næstu skref.

Hafðu samband