“Somewhere, something incredible is waiting to be known” Carl Sagan
Fréttasafn
Viðburðir
Auðna Tæknitorg tengir vísindi og atvinnulíf en til þess þurfa aðilar að hittast. Við skipuleggjum og tökum þátt í spennandi viðburðum, ein og með öðrum. Markmiðið er að ræða nýjar hugmyndir, koma á tengslum og samstarfi, örva verðmætasköpun sem leiðir til jákvæðra áhrifa
í samfélaginu.

Fögnum árangrinum!
Hjálpaðu okkur að halda utan um sögur af vísindalegum uppgötvunum og árangri hér á landi sem snertir líf okkar.
Við gætum deilt slíkum sögum á ýmsu formi og með því haldið á lofti mikilvægi vísindanna fyrir samfélagið og umhverfið.
Dæmisögur um merkilegar rannsóknir?
Hvernig hafa rannsóknir úr íslenska vísindasamfélaginu haft áhrif:
- Á daglegt líf fólks sem almenningur getur áttað sig á?
- Til jákvæðra breytinga og þróunar í samfélaginu?
Dæmisögur ættu að innihalda titil og ágrip af uppfinningunni eða nýsköpunarverkefninu og nafn höfunda/uppfinningamanna. Í ágripi þarf að koma fram á hvaða rannsóknum uppfinning/hagnýtu rannsóknirnar byggja.
Sendu okkur dæmisögu þína ásamt mynd í hárri upplausn og við sjáum til hvort hún eigi erindi í dæmisögusarpinn okkar.