MasterClass - Háskólinn á Akureyri
Tveggja daga MasterClass námskeið sem gefur innsýn í hvernig rannsóknir og hugmyndir geta þróast í átt að hagnýtingu og samfélagslegum áhrifum.

MasterClass námskeið í vísindalegri nýsköpun verður haldið í samstarfi við Háskólann á Akureyri dagana 3.-4. mars nk.
Á námskeiðinu verður farið yfir sérstöðu vísindalegrar nýsköpunar og helstu grunnþætti verðmætasköpunar út frá rannsóknarniðurstöðum. Fjallað verður meðal annars um hugverkarétt og fjármögnunarleiði auk þess sem þátttakendur fá þjálfun í að kynna hugmyndir sínar.
Námskeiðið hentar doktorsnemum, nýdoktorum, starfsfólki og öðrum sem sinna rannsóknum innan háskólans og leggur áherslu á hvernig rannsóknir geta þróast í átt að hagnýtingu og auknum samfélagslegum ávinningi. Kennt verður þriðjudaginn 3. mars frá 12-18 og miðvikudaginn 4. mars frá 9-16.
Hér er hægt að lesa meira um MasterClass námskeið Auðnu og sjá dagskrá fyrri námskeiða.
Vinsamlegast athugið að námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu, en skráning er nauðsynleg. Hlekk á skráningu má finna hér en við biðjum þau sem forfallast að láta okkur vita með tölvupósti (ingunn@ttoiceland.is) svo hægt sé að ráðstafa lausum plássum.



