Nýr þáttur af Auðvarpinu
Viðtal við Sigurð Árnason hjá Overtune: Disney er dautt - skapandi greinar og AI

Nýr þáttur af Auðvarpinu er kominn í loftið!
Í þessum þætti ræðir Sverrir Geirdal, ráðgjafi hjá Hinos ehf., við Sigurð Árnason hjá Overtune um skapandi greinar og hvaða áhrif gervigreindin hefur á þær.
Í þættinum er farið yfir hvernig gervigreindin er að umbreyta skapandi vinnu, hvaða áskoranir og tækifæri fylgja tækninni og hvað þetta þýðir fyrir skapandi greinar til framtíðar.
Þátturinn er í boði Auðnu tæknitorgs, EDIH-IS, Vísindagarða Háskóla Íslands og IHPC.
Hægt er að hlusta á þáttinn á Spotify og Apple Podcasts.



