Meistaranám í höfn

Þekking sem styrkir teymi Auðnu enn frekar

Í sumar lauk Anders Holm, greinandi og viðskiptaþróunarstjóri hjá Auðnu, meistaranámi í hugverkarétti og stjórnun (MIPLM) við Center for International Intellectual Property Studies (CEIPI) við háskólann í Strassborg.


Þekking sem styður við nýsköpun


MIPLM er virt alþjóðlegt nám sem sameinar fagfólk víða að úr heiminum og leggur áherslu á hugverkarétt, stefnumótun og stjórnun. Í náminu öðlaðist Anders enn betri skilning á mikilvægu hlutverki hugverka í nýsköpun og hvernig þau geta styrkt samkeppnisstöðu í ólíkum greinum atvinnulífsins.


Við hjá Auðnu erum stolt af því að sjá starfsfólk okkar leggja metnað í að efla hæfni sína og þekkingu. Þessi árangur styrkir ekki aðeins teymið okkar heldur undirstrikar einnig skuldbindingu okkar til að styðja við nýsköpun og tækniyfirfærslu bæði hér á landi og á alþjóðavísu.


Við óskum Anders hjartanlega til hamingju með þennan frábæra árangur!

DEILA

FLEIRI GREINAR

12. júní 2025
Ráðstefna ASTP í Vilnius: Staðan á tækni- og þekkingaryfirfærslu í Evrópu
13. maí 2025
Hvernig eflum við næstu kynslóð vísindadrifinna frumkvöðla?
8. maí 2025
Ingunn Sigurpálsdóttir ráðin framkvæmdastjóri Auðnu tæknitorgs
Fleiri greinar