Einar Mäntylä framkvæmdastjóri Auðnu í viðtali á Sprengisandi

Byltingarkennd fjölgun í umsóknum um einkaleyfi.

Einar fór í viðtal á Sprengisandi í morgunsárið með Kristjáni og ræddu þeir meðal annars bylgingarkennda fjölgun einkaleyfa sem koma úr háskóla- og rannsóknaumhverfinu á þessu ári. Þessa aukningu má að miklu leyti rekja til starfsemi Auðnu tæknitorgs sem hefur frá stofnun, síðla árs 2018, einbeitt sér að vitundarvakningu um mikilvægi hugverkaverndar og nýsköpunar innan vísindasamfélagsins. Rannsóknastarf í landinu er af góðum gæðum, alþjóðlega séð, og er mikilvæg uppspretta nýsköpunar. Það er mikilvægt að við berum gæfu til að grípa tækifærin sem rannsóknirnar gefa af sér og jafnframt að við aukum stuðning við rannsóknir, eins og okkar nágrannalönd eru að gera til að dragast ekki aftur úr. Í viðtalinu er komið inn á víðtæk áhrif vísindastarfs fyrir samfélagið og efnahag landsins.

Hlustið á viðtalið hér

DEILA

FLEIRI GREINAR

28. október 2025
Tveggja daga MasterClass námskeið gaf innsýn í hvernig rannsóknir og hugmyndir geta þróast í átt að hagnýtingu og samfélagslegum áhrifum.
20. október 2025
Auðvarpið snýr aftur: Af hverju Auðna og af hverju er framtíðin björt?
12. október 2025
Nordic HPC Summit - 22. október 2025 í Stokkhólmi
Fleiri greinar