Auðna – upphafið og framhaldið með Einari Mäntylä
Auðvarpið snýr aftur: Af hverju Auðna og af hverju er framtíðin björt?
Eftir eins árs hlé er Auðvarpið, hlaðvarp Auðnu, komið aftur í loftið!
Í þessum fyrsta þætti ársins sest Einar Mäntylä, stofnandi og fyrrverandi framkvæmdastjóri Auðnu, niður með Sverri Geirdal, hlaðvarpsstjóra og fyrrverandi viðskiptaþróunarstjóra Auðnu. Þeir fara meðal annars yfir sögu Auðnu, mikilvægi tækniyfirfærslu, Miðstöð stafrænnar nýsköpunar á Íslandi og ræða hvers vegna framtíðin er björt.
Þátturinn er aðgengilegur á Spotify og Apple Podcasts og við mælum að sjálfsögðu með hlustun yfir góðum kaffibolla.



